FRÍ HEIMSENDING YFIR 12.000 KR!

Verslun okkar í Ármúla

Birt þann 01 September 2018

Þann 21. júní síðastliðinn opnuðum við loksins verslun, eftir að hafa starfrækt netverslun síðan árið 2015. Verslunin er í 150 fm verslunarhúsnæði í Ármúla 34 þar sem allt vöruúrvalið okkar er til sýnis. Húsnæðið er bjart með ljósum innréttingum þannig að vörurnar fái að njóta sín sem best. Rýmið skiptist í tvær hæðir, á neðri hæðinni erum við með fatnað, skó og fylgihluti fyrir börn frá fæðingu að 8 ára aldri. Efri hæðin er tileinkuð barnaherberginu ásamt ýmsum barnavörum, til að mynda fyrir baðtímann, matartímann og barnaafmælið.

Í versluninni getur þú fundið allt frá litlum leikföngum upp í stærri húsgögn, hvort sem þú vilt kaupa vörur fyrir barnið þitt eða fallega gjafavöru. Við bjóðum upp á ókeypis gjafaöskjur með satínborða í nokkrum litum. Við setjum skilamiða á allar gjafir þannig auðvelt er fyrir þann sem þiggur gjöfina að skipta og finna sér eitthvað annað fallegt ef svo ber undir.

Vöruúrvalið mun aukast jafnt og þétt á næstu mánuðum og er það markmið okkar að geta sífellt boðið upp á nýjar og spennandi vörur og vörumerki. Einnig erum við alltaf að breyta og bæta í versluninni til að hámarka upplifun viðskiptavina okkar.

Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu, bæði í versluninni og netversluninni. Við viljum endilega fá að heyra frá þér, hvort sem þú hefur athugasemdir varðandi vöruúrvalið eða þjónustuna. Opnunartími verslunarinnar er virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-15. Verið velkomin til okkar í Ármúlann!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir eru skoðaðar áður en þær eru birtar.

Nýlegar færslur

  • Leikskólataskan

    Sep 15 2018

    Nú þegar haustið er komið og sumarfríinu er lokið er rútínan aftur komin í gang og leikskólabörnin snúa aftur til leiks og starfs. Þá þar...

  • Verslun okkar í Ármúla

    Sep 01 2018

    Þann 21. júní síðastliðinn opnuðum við loksins verslun, eftir að hafa starfrækt netverslun síðan árið 2015. Verslunin er í 150 fm verslun...

Líkaðu við okkur á Facebook

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum