FRÍ SENDING Á DROPP STAÐI YFIR 8.000 KR

Val á Wobbel bretti

Hefur þú áhuga á Wobbel brettunum en átt erfitt með að ákveða hvaða tegund hentar best? Hér eru helstu punktar til að hafa í huga varðandi Wobbel brettin.

Tvær stærðir: Brettin koma í tveimur stærðum, en valið á stærð fer eftir aldri.

Orginial - Original brettið er klassíska brettið sem hentar breiðasta aldurshópnum. Brettið þolir allt að 200 kg og getur því vaxið með barninu, og mega fullorðnu einnig prófa!

Starter - Starter brettin eru minni, léttari og því meðfærilegri fyrir yngri börn. Starter brettin eru hugsuð fyrir börn á aldrinum 0-3 ára þó að eldri börn geti líka nýtt þau. Þau þola allt að 100 kg.

Viðartegund: Viðartegundin er smekksatriði og valið fer eftir því hvað þér þykir fallegast. Æðarnar í viðnum eru mismunandi milli bretta sem gerir þau einstök.

Glærlakkað - Glærlakkað beyki, hefðbundinn viðarlitur. 
Hvítlakkað - Hvítlakkað beyki, fölur viðarlitur. 
 

Aukalag: Hægt er að fá brettin með ullarfiltefni eða korki. Við mælum með að taka bretti með filt eða korki ef það er notað á hörðu gólfi, svo sem parketi eða flísum, bæði til að vernda gólfið og brettið sjálft. Ef brettið er notað á mjúku undirlagi, svo sem teppi eða mottu, þá er aukalag ekki nauðsynlegt.

Ullarfilt - Filtið er hlýlegt og mjúkt viðkomu. Náttúrulegt hráefni sem hægt er að fá í mörgum litum.
Korkur - Korkurinn hlífir gólfinu og er stamari viðkomu en viðurinn, er aðeins fyrir börn 3 ára og eldri.

 

Ertu enn með spurningar - ekki hika við að hafa samband við okkur í skilaboðum á Facebook eða Instagram, eða senda okkur línu á minimo@minimo.is

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum