VERSLUNIN ER LOKUÐ 17.-20. FEBRÚAR

Filibabba

Bakpoki - Fall Flowers

4.495 kr 8.990 kr

Nettur en rúmgóður bakpoki fyrir börn. Bakpokinn hefur eitt stórt hólf og að utan er lítill vasi að framan ásamt hliðarvasa sem er tilvalinn fyrir vatnsbrúsa. Handfang er efst á bakpokanum. Axlarólarnar eru bólstraðar og stillanlegar fyrir sem mest þægindi.

Bakpokinn er úr endurunnu RPET pólýester sem er endingargott og auðvelt að þrífa. Efnið er með vatnsfráhrindandi húð sem hrindir einnig vel frá sér óhreinindum. RPET er framleitt úr endurunnu plasti. Plastinu er safnað saman, hreinsað, mulið og síðan spunnið í þráð og úr því er gert textílefni. Þegar endurunnið RPET er notað í stað nýs pólýesters getum við fjarlægt plast úr náttúrunni, dregið úr orkunotkun í framleiðslunni og minnkað umhverfisfótspor. Þegar þú kaupir vörur úr endurunnum efnum stuðlar þú að ábyrgri textílframleiðslu.

Stærð bakpokans hentar vel fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og er hann því tilvalinn fyrir leikskólann, ferðalögin eða næturgistinguna. 

Stærð: H 35 x B 26 x D 13 cm

Þyngd: 358 grömm

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum