FRÍ SENDING Á DROPP STAÐI YFIR 8.000 KR

Filibabba

Burðarrúm - Warm Grey

13.794 kr 22.990 kr

Burðarrúm sem er afar handhægt á ferðinni og passar í flesta barnavegna. Burðarrúmið er þægilegur og kunnuglegur staður fyrir barnið að sofa í og er m.a. hægt að nota til að færa barnið sofandi úr vagninum yfir í rúmið sitt. Burðarrúmið er einnig hægt að nota heima við sem ungbarnahreiður.

Hægt er að kaupa sér leikslá og skerm/sólhlíf fyrir burðarrúmið til að auka notkunarmöguleika þess.

Eiginleikar

 • Fyrir 0-6 mánaða.
 • Lífræn efni
 • Fjarlæganleg svunta til að skapa auka þægindi og öryggi fyrir barnið og til að vernda gegn roki og rigningu.
 • Færanleg yfirdýna til að auðvelda þrif.
 • Netaefni tryggir frábæra öndun.
 • Stillanlegir endar, hægt að opna burðarrúmið og þar með stækka það.
 • Sterkur botn og góð handföng gefa mikinn stöðugleika þegar þú ert á ferðinni.
 • Vasar að utanverðu
 • Hægt er að þvo burðarrúmið í þvottavél ef viðarplatan og dýnan eru fjarlægð fyrir þvott.

Efni

 • Ytra áklæði og handföng: Þykkt og sterkt bómullarefni með lífræna GOTS vottun.
 • Innra áklæði: Ofur mjúkt og fínlegt percale bómullarefni með lífræna GOTS vottun.
 • Millilag: 3D pólýester netaefni fyrir auka öndun.
 • Hliðar: Kaldpressuð froða
 • Yfirdýna: Mjúkt pólýestervatt með áklæði úr lífrænni bómull.
 • Dýna: Stöðug dýna úr kaldpressaðri froðu, með götum fyrir auka öndun.
 • Botn: 6mm tréplata

Stærðir

 • Innra mál: B 28 cm. L 60-80 cm
 • Ytra mál: B 32 cm. L 63 cm
 • Viðarplata: 58x26 cm

Öryggi

Burðarrúmið er prófað og samþykkt samkvæmt evrópskum staðli fyrir barnarúm (EN-1466:2014) og er því vottuð fyrir svefn.

Varúðarráðstafanir

 • Ekki nota burðarrúmið eftir að barnið getur setið hjálparlaust, velt sér og/eða ýtt sér upp á hendur og hné.
 • Settu burðarrúmið alltaf á slétt og stöðugt yfirborð.
 • Ekki nota burðarrúmið til að flytja barnið í bíl.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum