







Filibabba
Chestnuts ungbarnahreiður
16.990 kr
Hágæða ungbarnahreiður með fallegu mynstri. Hreiðrið er úr lífrænt vottaðri bómull sem er satínofin og er efnið því ótrúlega mjúkt. Hreiðrið umlykur barnið og veitir því aukið öryggi og þægindi. Hægt er að nota það ofan í vöggu, rimlarúmi, vagni, rúmi foreldra eða sem auka svefnstaður fyrir barnið.
.
Hentugt fyrir börn á aldrinum 0-6 mánaða. Stílhrein leðuról er á endanum sem er fest með smellum. Hægt er að smella leðurólinni af þegar barnið stækkar. Þetta hreiður er með þann möguleika að hægt er að renna kantinum af dýnunni, þannig að eftir að barnið stækkar upp úr hreiðrinu er hægt að nota kantinn sem "orm" í rúminu og nýtist sem stuðkantur sem umlykur barnið og heldur áfram að veita því öryggi.
.
Fylgist með barninu þegar hreiðrið er notað. Mikilvægt er að hreiðrið liggi á sléttum flöt þegar það er í notkun. Leggið barnið alltaf með höfuðið gagnstæðu megin við opnanlega hlutann.
.
Hreiðrið er eigulegt og hægt er að láta það ganga áfram milli barna.
Stærð: L84 x B50 x H15 cm
.
Efni: 100% GOTS vottuð lífræn bómull í áklæði, pólýester í kanti og svampur í dýnu
Þvottaleiðbeiningar: Takið dýnuna úr hreiðrinu og smellið leðurbandinu af fyrir þvott. Hreiðrið má þvo við 30°C í þvottavél (best að nota prógram fyrir viðkvæman þvott). Má fara í þurrkara á lágum hita (mest 50°).