










Filibabba
Loui leikteppi - Doeskin
24.990 kr
Leikmotta með leikslá þar sem hægt er að hengja þroskaleikföng. Mottan er þykk úr mjúku flaueli og því er þægilegt fyrir barnið að liggja á henni. Hægt er að hafa leikslánna á eða taka hana af. Leikteppið er selt án leikfanga.
Barnið getur notað leikteppið frá fæðingu. Hægt er að hafa mismunandi leikföng hangandi á slánni og skipta þeim út eftir þroska barnsins. Þegar barnið er farið að sitja að mestu þá er leiksláin tekin og barnið getur sitið og leikið sér á mottunni. Efnið undir mottunni er þykkt og hrindir frá sér, þannig hægt er að nota mottuna úti við.
Hægt er að taka leikslánna af og brjóta mottuna í tvennt. Þegar hún er brotin saman er vasi til að geyma leikföng í. Mottan kemur í þykkum poka með rennilás og handföngum þannig auðvelt er að taka hana með sér þegar farið er í heimsóknir eða ferðalög.
Efni: 97% lífræn bómull, 3% elestan. Dýna úr svampi.
Stærð: 90x90 cm. Þykkt á dýnu 4 cm
Hægt er að taka áklæðið af til að þvo. Mikilvægt er að teygja áklæðið til þegar það kemur úr þvottavélinni og láta það svo þorna á dýnunni, til að tryggja að það haldi lögun sinni.