VERSLUN Í ÁRMÚLA 34, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 12-18 OG LAUGARDAGA KL. 12-16

Filibabba

Ocean babynest - grátt

Uppselt

Hágæða ungbarnahreiður úr 100% lífrænni GOTS vottaðri bómull með stílhreinu mynstri. Hreiðrið umlykur barnið og veitir því aukið öryggi og þægindi. Hægt er að nota það ofan í vöggu, rimlarúmi, vagni, rúmi foreldra eða sem auka svefnstaður fyrir barnið. Fylgist með barninu þegar hreiðrið er notað.
Hentugt fyrir börn á aldrinum 0-6 mánaða. Hreiðrið er með leðuról sem hægt er að nota til að þrengja/víkka annan endann eftir stærð barnsins. Einnig er hægt að þrengja hreiðrið með bandi.

Hreiðrið er eigulegt og hægt er að láta það ganga áfram milli barna. 

Stærð: 85x50 cm (ytra mál), 65x25 cm (innra mál)
Þykkt á dýnu: 4 cm

Efni: 100% lífræn bómull (ytra lag), svampur og fylling

Þvottaleiðbeiningar: Takið dýnuna úr hreiðrinu. Hreiðrið má þvo við 30°C í þvottavél á prógrami fyrir viðkvæman þvott. Við mælum með handþvotti til að það viðhaldi betur lögun sinni. Hreiðrið má ekki fara í þurrkara. 

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum