

That's Mine
Stór skýjamotta/sófi - blár
22.495 kr 44.990 kr
Stór skýjamotta í barnaherbergið. Getur legið á gólfinu útbreidd sem stór motta, eða verið upp við vegg sem sófi. Mottan er úr þykkum svampi með mjúku áklæði. Mottan er frábært húsgagn í barnaherbergið, en hún getur þjónað tilgangi leikmottu fyrir minnstu börnin, sem notalegur hvíldarstaður eða sem þægilegur sófi fyrir barnið til að sitja og lesa eða dunda sér.
Áklæðið hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vökva, en ef það þarf að þrífa mottuna er mælt með að taka mestu óhreinindin með skeið ef þess þarf, bleyta blettinn og þurrka með eldhúspappír. Setjið ekki í þvottavél.
Framleitt í Danmörku.
Efni: Melva efni úr 100% pólýester, svampur
Stærð: 120 x 120 x 5 cm