


Wooly Organic
Ullarleggings - Ecru
5.990 kr
Ullarleggings úr bestu mögulegu merino ullinni. Teygja með tölu inni í buxnastreng þannig að hægt er að þrengja mittið eftir þörfum.
Flíkin er dásamlega mjúk og því afar hentug fyrir viðkvæma húð barnsins. Frábær flík á köldum vetrardögum, jafnt í inniveruna sem og undir hlífðarbuxur eða kuldagallann í útiverunni. Góð fjárfesting enda er um að ræða vandaða flík með mikla notkunarmöguleika sem endist vel.
Merino ull er ein af verðmætustu náttúrutrefjunum með einstaka eiginleika. Merino ull er vel þekkt fyrir mýkt og fínleika, en hún hefur svo miklu meira að bjóða - hlýju, hitastýringu, rakadrægni og öndun. Wooly Organic býður upp á merínóullarlínu sem er framleidd með einfaldleika, endingu og þægindi í huga.
Efnið er 100% merínóull (Oeko Tex 100 vottuð, í 1. flokki fyrir börn).
Framleitt í eigin verksmiðju Wooly í Evrópu við mannúðlegar aðstæður.