VERSLUNIN ER LOKUÐ 17.-20. FEBRÚAR

Gullkorn Design

Vesti - Raven

5.995 kr 11.990 kr

Vandað vatterað vesti sem er létt og þjált, og bæði vind- og vatnshelt. Vestið er hægt að nota í haust- og vorveðri og hentar vel að nota með vindheldu flíspeysunni frá Gullkorn. Vestið er einangrað með Repreve© sem er 100% endurunnin einangrun framleidd úr plastflöskum. Einangrunin svipar til dúns en heldur sér betur eftir þvott. 

Vestið kemur með tvíhliða rennilás til að auka hreyfanleika. Á vestinu eru nokkur endurskinsmerki sem gera barnið sýnilegt frá öllum sjónarhornum í haust- og vetrarmyrkrinu.

Aukastykki af efni (10x10 cm) fylgir með vestinu svo hægt sé að gera við það ef svo óheppilega vildi til að það rifni.

Efniseiginleikar:
100% pólýester
10.000 mm vatnsheldni, 5.000 g öndun
Repreve einangrun
PFC-frí húðun

Gullkorn notar PFC-fría vatnshelda húðun og því er mælt með því að endurnýja vatnsheldnina með vatnsvarnarefni á nokkra þvotta fresti til að lengja endingartímann.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum