









Filibabba
Viðarkubbar, 16 stk
7.990 kr
16 viðarkubbar með tölustöfum, bókstöfum og myndum. Kubbarnir sameina lærdóm, skapandi leik og æfingu fínhreyfinga. Kubbarnir eru einnig púsl þar sem þeir mynda loftbelgi á einni hlið og hval á annarri hlið. Kubbarnir eru í góðri stærð fyrir litlar hendur.
Viðarkubbarnir eru klassískt leikfang þar sem barnið getur leikið með þá á svo marga vegu á mismunandi aldri og þroskatímabilum. Barnið getur kubbað, byggt, staflað og púslað ásamt því að læra stafina, tölurnar og reikning. Kubbarnir eru vandað leikfang, sem getur einnig verið fallegt skraut uppi í hillu þegar ekki er leikið með þá.
100% FSC-vottaður viður úr sjálfbærri skógrækt
Hver kubbur er 5x5 cm
Viðarkubbana má ekki þvo með vatni, en hægt er að þurrka af þeim með rökum klút ef þarf.
Kubbarnir koma í hentugum taupoka.
CE-prófað samkvæmt evrópskum staðli EN-71-1